Kokteilkeppni Tipsý & Martini
Barþjónar & kokteiláhugafólk!
Takið þátt í kokteilkeppni Tipsý og Martini.
Þemað er ítalskt, túlkað á þinn eigin hátt – drykkurinn sjálfur getur verið í hvaða formi sem er.
Í aðalvinning er 300.000 kr. gjafabréf til Costa Blanca með Úrval Útsýn og
fjöldi veglegra aukavinninga.
Hver þátttakandi, sem sendir inn kokteil sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær eitt 5.000 kr. gjafabréf sem gildir á sex af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur
Sendu okkur þinn kokteil á keppni@tipsybar.is fyrir 15. febrúar 2026.
Innsending þarf að innihalda:
• Nafn á kokteil, innblástur og mynd
• Uppskrift (með a.m.k 30 ml af Martini, hvaÐa tegund af Martini sem er)
• Upplýsingar um þig (nafn, vinnustaður, símanúmer)
Undankeppnin er þriðjudaginn 17. febrúar.
Aðalkeppnin er fimmtudaginn 19. febrúar og keppa 5 kokteilar til úrslita